Ársskýrsla Landsbankans

Fara neðar

Ársskýrsla Landsbankans 2016


Landsbankinn styrkti stöðu sína sem stærsta fjármálafyrirtækið á Íslandi á árinu 2016. Bankinn veitir einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum um allt land trausta og alhliða fjármálaþjónustu sem byggir á langtíma viðskiptasamböndum. Hagnaður Landsbankans á árinu 2016 nam 16,6 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 36,5 milljarða króna árið 2015 sem var besta rekstrarár í sögu bankans. Arðsemi eiginfjár eftir skatta á árinu 2016 var 6,6%.

Fara neðar

Stærsta fjármálafyrirtækið á Íslandi


Landsbankinn leggur áherslu á að vera samherji viðskiptavina í fjármálum. Hann stundar ábyrga markaðssókn með það að markmiði að skapa gagnkvæman ávinning fyrir viðskiptavini.
Einstaklingar í viðskiptum við Landsbankann 121.697
Fyrirtæki í viðskiptum við Landsbankann 12.923
Útibú og afgreiðslur í árslok 2016 37
Fjöldi hraðbanka / fjöldi afgreiðslustaða 75/63
Stöðugildi í árslok 2016 1.012
Fara neðar

Útibúanet Landsbankans


Landsbankinn rekur víðtækasta útibúanet banka á Íslandi. Útibú og afgreiðslur bankans í árslok 2016 voru 37 talsins.
Fara neðar

Landsbankinn þinn


Grundvallaratriði í stefnu bankans til ársins 2020 er að hann verði til fyrirmyndar, traustur samherji í fjármálum og hreyfiafl í samfélaginu. Landsbankinn ætlar að skara fram úr í þjónustu og samskiptum við viðskiptavini.