Landsbankinn leggur áherslu á að skapa gagnkvæman ávinning og styrkja langtímasamband sitt við viðskiptavini. Á árinu 2016 jókst markaðshlutdeild bankans, hvort sem litið er til þjónustu við einstaklinga, fyrirtæki eða fagfjárfesta.
Markaðir Landsbankans náðu góðum árangri á árinu 2016. Umfang viðskipta jókst á nánast öllum sviðum og var bankinn sem fyrr leiðandi í kauphallarviðskiptum.