Bankinn leggur áherslu á að tryggja launajafnrétti og jöfn starfstækifæri. Á árinu 2016 hlaut Landsbankinn gullmerki jafnlaunaúttektar PwC í annað sinn. Bankinn hefur það að markmiði að hlutur hvors kyns um sig í forystusveit bankans verði aldrei minni en 40%.
Landsbankinn vill vera í fararbroddi í uppbyggingu velferðar til framtíðar í íslensku samfélagi. Bankinn hefur það að leiðarljósi að tekið sé tillit til umhverfisþátta, félagslegra þátta og viðmiða um góða stjórnarhætti.
Samfélagsstuðningur Landsbankans er mikilvægur liður í stefnu bankans um samfélagsábyrgð. Bankinn styður margvísleg samfélagsverkefni og tekur virkan þátt í fjölbreyttum samstarfsverkefnum til þess að stuðla að framþróun í samfélaginu.