„Landsbankinn hefur markvisst bætt þjónustu við viðskiptavini og á sama tíma hafa mikilvæg skref verið stigin til að styrkja grunnrekstur bankans.“
- Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs.
„Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði hefur aldrei mælst hærri og staða bankans á fyrirtækjamarkaði og á fjármálamörkuðum er áfram sterk.“
- Hreiðar Bjarnason, starfandi bankastjóri.
Sjö manns skipa bankaráð Landsbankans. Bankaráð er kosið á aðalfundi og fer með æðsta vald í málefnum Landsbankans á milli hluthafafunda. Framkvæmdastjórn bankans var í árslok 2016 skipuð sex manns.
Frá ársbyrjun 2015 hefur verið unnið markvisst að innleiðingu á nýrri og metnaðarfullri stefnu Landsbankans til ársins 2020. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.
Staða Landsbankans hélt áfram að styrkjast á árinu 2016. Mikilvægir áfangar náðust við fjármögnun bankans á erlendum mörkuðum, Standard & Poor's hækkaði lánshæfismat bankans í BBB/A-2 með jákvæðum horfum og Landsbankinn greiddi 28,5 milljarða króna í arð.